Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. október 2018 18:18
Ívan Guðjón Baldursson
Mikilvægt stig fyrir Lilleström - Jafnt í Árósum
Matti Villa og félagar í Rosenborg stefna á fjórða Noregsmeistaratitilinn í röð.
Matti Villa og félagar í Rosenborg stefna á fjórða Noregsmeistaratitilinn í röð.
Mynd: Getty Images
Það komu fimm Íslendingar við sögu í norska og danska boltanum í dag.

Í Danmörku lék Jón Daníel Þorsteinsson allan leikinn í tapliði Vendsyssel gegn Horsens. Eggert Gunnþór Jónsson var þá í liði SonderjyskE sem gerði jafntefli við Randers.

Lið Árósa tók svo á móti Álaborg í gífurlega fjörugum leik. Björn Daníel Sverrisson fékk síðasta hálftímann í liði heimamanna.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli og eru í efri hluta deildarinnar eftir hálft tímabilið.

Í norska boltanum mættust Matthías Vilhjálmsson og Arnór Smárason í afar mikilvægum leik.

Matthías og félagar í Rosenborg gátu fikrað sig nær titlinum með sigri á meðan Arnór og félagar í Lilleström þurfa stig í fallbaráttunni.

Hart var barist í leiknum sem var tíðindalítill, en hvorugu liði tókst að skora og endaði með markalausu jafntefli.

Rosenborg er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar, en Brann sem er í öðru sæti á leik til góða. Lilleström er einu stigi frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Vendsyssel 0 - 1 Horsens
0-1 B. Jacobsen ('36)

Randers 1 - 1 SonderjyskE
1-0 N. Poulsen ('13)
1-1 J. Absalonsen ('64)

Århus 2 - 2 Ålborg
1-0 J. Ankersen ('39)
1-1 M. Christensen ('62)
2-1 M. Spelmann ('75)
2-2 A. Ali ('85)
Rautt spjald: J. Okore, Ålborg ('32)


Lilleström 0 - 0 Rosenborg
Athugasemdir
banner
banner
banner