Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. október 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
U15 ára lið Íslands tapaði gegn Bandaríkjunum
Lúðvík Gunnarsson þjálfar U15 ára liðið.
Lúðvík Gunnarsson þjálfar U15 ára liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U15 ára landslið Íslands tapaði 1-2 gegn Bandaríkjunum í fyrsta leik liðsins á UEFA móti sem haldið er í Póllandi.

Bandaríkin komust yfir á 12. mínútu, en 10 mínútum síðar jafnaði Andri Clausen leikmaður FH eftir flotta aukaspyrnu Bjarka Ágústssonar leikmanns Aftureldingar.

Bandaríkin komust svo aftur yfir á 33. mínútu og þar við sat.

Ísland mætir næst Rússlandi á miðvikudaginn og hefst sá leikur kl. 08:30 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands
1 Logi Mar Hjaltested
2 Ásgeir Helgi Orrason
3 Arngrímur Bjartur Guðmundsson
5 Andri Clausen
6 Þorlákur Breki Þ. Baxter
8 Jóhannes Kristinn Bjarnason
11 Róbert Quental Árnason
13 Baldur Páll Sævarsson
16 Tumi Fannar Gunnarsson
18 Bjarki Már Ágústsson
19 Birkir Jakob Jónsson

Varamenn:
12 Heiðar Máni Hermannsson
4 Hákon Orri Hauksson
7 Adrían Nana Boateng
9 Tómas Atli Björgvinsson
10 Ágúst Orri Þorsteinsson
14 Rúrik Gunnarsson
15 Tómas Breki Steingrímsson
17 Daníel Freyr Kristjánsson
20 Haukur Andri Haraldsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner