banner
   fim 21. október 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta sárvorkennir Bruce: Getur ekki gengið svona
Mikel Arteta og Steve Bruce.
Mikel Arteta og Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce hætti í gær sem stjóri Newcastle en í viðtali lýsti hann því hversu erfiðir tímar þetta voru fyrir hann og fjölskyldu hans.

Bruce var mjög óvinsæll meðal stuðningsmanna Newcastle á stjóratíð sinni, var kallaður öllum illum nöfnum og hafði þetta mikil áhrif á fjölskylduna. Hann íhugar að hætta í þjálfun.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir það vera mikið áhyggjuefni hvernig Bruce lýsti tíma sínum sem stjóri Newcastle.

„Ég var ótrúlega leiður eftir að hafa lesið viðtalið við Steve. Við erum að tala um einstakling sem hefur verið í leiknum í yfir 40 ár, stýrt þúsund leikjum og er að segja frá því áreiti sem hann hefur orðið fyrir. Við þurfum að horfast í augu við að þetta er vandamál," segir Arteta.

„Við getum ekki litið á að þetta sé eðlilegt ástand. Við þurfum að breyta þessu, þetta gengur ekki svona. Þegar einn reynslumesti stjóri enska boltans er að segja frá þá þarf að hlusta. Þetta er mjög alvarlegt mál og eitthvað sem verður að breytast."
Athugasemdir
banner
banner
banner