Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. nóvember 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Conte með næstbestu byrjun sögunnar - Pep fjórði
Mynd: Getty Images
Aðeins Jose Mourinho hefur byrjað 50 fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar betur en Antonio Conte.

Mourinho náði 126 stigum úr fyrstu 50 leikjum sínum, eða 2.52 stig á leik, á meðan Conte fékk 118 stig, eða 2.36 stig á leik.

Í þriðja sæti kemur annar Ítali, sem rétt eins og Mourinho og Conte kom í ensku úrvalsdeildina til að taka við Chelsea. Það er Carlo Ancelotti með 116 stig.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er í fjórða sæti með 112 stig en líklegt er að hann fari á topp listans ef miðað er við fyrstu tvö tímabil, enda er Man City á fleygiferð eftir tólf umferðir.




Athugasemdir
banner
banner
banner