Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 21. nóvember 2020 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Anna og Berglind spiluðu í tapi Le Havre
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Le Havre mætti Montpellier í úrvalsdeild kvenna í Frakklandi í dag.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru báðar í byrjunarliði Le Havre sem þurfti að sætta sig við tap á útivelli í Montpellier.

Ashley Clark kom Montpellier yfir á 17. mínútu en staðan var 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum reyndist heimaliðið sterkara og lokatölur 3-1 fyrir Montpellier.

Le Havre er á botni frönsku úrvalsdeildarinnar en liðið er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru búnar.

Bæði Anna Björk og Berglind eru í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi og Slóvakíu í síðustu leikjunum í undankeppni EM eftir um tvær vikur.
Athugasemdir
banner
banner