Rodri, besti fótboltamaður í heimi, segist hafa íhugað að hætta í fótbolta þegar hann var aðeins 17 ára gamall.
Rodri fékk Ballon d'Or verðlaunin í síðasta mánuði en hann viðurkennir að leiðin hafi ekki verið greið fyrir sig á toppinn. Hann þurfti að fórna ýmsu og oft á tíðum var það mjög erfitt.
Rodri fékk Ballon d'Or verðlaunin í síðasta mánuði en hann viðurkennir að leiðin hafi ekki verið greið fyrir sig á toppinn. Hann þurfti að fórna ýmsu og oft á tíðum var það mjög erfitt.
„Þetta hættir að vera áhugamál og fer að vera vinnan þín. Ef þú vilt komast á toppinn, þá gefurðu allt án þess að vita hvort þú fáir eitthvað til baka," sagði Rodri.
„Að fara frá fjölskyldu minni til Villarreal var mikilvægasta ákvörðunin mín. Fyrsta árið var mjög flókið en á milli 17 ára og 19 ára þarftu að taka stökk. Ég hringdi oft í pabba leiður og spurði hver tilgangurinn væri. Af hverju ég væri að færa þessar fórnir? Hann sagði mér að ég ætti að gefa allt."
Það tók tíma fyrir Rodri að koma sér að hjá Villareal en hann gerði það á endanum og komst svo á topp fótboltans með mikill vinnu. Hann er í dag meiddur og sakna Englandsmeistarar Manchester City hans mikið.
Athugasemdir