Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 21. nóvember 2024 11:27
Innkastið
„Þetta er ekkert eðlilega gott tvíeyki"
Icelandair
Andri Lucas hér lengst til vinstri og Orri Steinn lengst til hægri.
Andri Lucas hér lengst til vinstri og Orri Steinn lengst til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas skoraði í síðasta leik gegn Wales.
Andri Lucas skoraði í síðasta leik gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera blanda sem virkar, innan sem utan vallar.

Þeir hafa byrjað síðustu leiki saman í fremstu víglínu hjá Íslandi og það hefur virkað afar vel. Þeir virðast ná að tengja vel við hvorn annan en þeir eru báðir níur.

„Það er ógeðslega skemmtilegt," sagði Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, þegar rætt var um Andra Lucas og Orra í Innkastinu í gær.

Er þetta ekki framtíðarpæling, þeir tveir saman frammi?

„Jú, en hvað ætlarðu að gera þegar Albert er klár?" sagði Baldvin Már Borgarsson.

Það mun myndast ákveðinn hausverkur að stilla upp liðinu þegar Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson snúa til baka úr meiðslum. Sóknarleikurinn ætti að verða enn meira spennandi en hann er nú þegar.

„Albert er okkar besti fótboltamaður í dag og Hákon er okkar næst besti fótboltamaður. Þú verður að koma þessum gaurum í liðið," sagði Baldvin en hann telur að Hákon geti komið inn á miðjuna og Albert út hægra megin. Þá geti Orri og Andri Lucas verið saman frammi.

Eru að vinna svo vel saman
Orri Steinn varð síðastliðið sumar dýrasti leikmaður í sögu Real Sociedad og er framtíðin gríðarlega spennandi hjá honum. Hann getur orðið leikmaður í heimsklassa en Andri Lucas, sem var keyptur til Gent í Belgíu í sumar, getur orðið það líka. Orri er fæddur 2004 og Andri er fæddur 2002. Eiginleikar þeirra virka vel saman.

„Hann og Orri eru að vinna svo vel saman að annar þeirra er að koma niður og batta hann, á meðan hinn er að hlaupa á bak við. Þeir eru að blanda þessu mjög vel saman sem gerir lífið erfitt fyrir varnarmenn andstæðingana," sagði Baldvin.

„Þetta er ekkert eðlilega gott tvíeyki. Það er mikið talað um það að Orri getur farið alla leið á toppinn. Andri Lucas getur það líka," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.

Hér fyrir neðan má sjá markið sem Andri Lucas skoraði gegn Wales eftir að Orri átti skalla að marki. Þar fyrir neðan er líka TikTok myndband sem þeir félagar gerðu saman í landsleikjahléinu.

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.



Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Athugasemdir
banner
banner