Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. desember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Arteta: Andrúmsloftið eins gott og það getur verið
Mynd: Getty Images
„Andrúmsloftið hjá félaginu er eins gott og það getur verið þegar við erum allir særðir," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á fréttamannafundi í dag.

Arsenal hefur einungis unnið einn af síðustu tíu deildarleikjum og situr í 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá fallsvæðinu.

„Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni hafa verið sár fyrir okkur. Allir hafa áhyggjur og allir eru að þjást í augnablikinu. Við viljum mun meira og við erum að vinna í að ná að gera meira."

„Þetta er erfitt í búningsklefanum þegar þú ert að tapa fótboltaleikjum. Þeir þjást líka því að þeir viljam meira. Sjálfstraustið hverfur. Samheldnin er hins vegar til staðar."


Arsenal mætir Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins annað kvöld áður en liðið mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner