Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. desember 2020 14:17
Magnús Már Einarsson
Arteta með tölfræði - Tottenham átti bara 7% möguleika á sigri
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir furðulegt hversu mörg töpin hafa verið hjá liðinu að undanförnu miðað við tölfræðina. Arsenal hefur einungis unnið einn af síðustu tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í 15. sæti, fjórum stigum frá falli.

Arsenal er með tölfræðimódel sem reiknar sigurlíkur eftir leiki miðað við færi sköpuð, hversu mikið lið voru með boltann og fleira.

Tölfræðin er borin saman við alla leiki frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar og sigurlíkur reiknaðar út. Arteta kom með punkta tengda þessari tölfræði í dag

„Á síðasta tímabii unnum við Everton 3-2 (23. febrúar) þegar við áttum 25% mögleika á sigri. Um helgina voru 67% líkur á að vinna leikinn ef miðað er við söguna í ensku úrvalsdeildinni og 9% líkur á tapi og við töpuðum," sagði Arteta um 2-1 tapið gegn Everton um helgina.

„3% líkur á tapi gegn Burnley og þú tapar. 7% líkur á tapi gegn Spurs og þú tapar. Þetta er ekki bara frammistaðan á vellinum, það er eitthvað sem er ekki að falla með okkur í augnablikinu."

„Segjandi það þá skiptir þetta ekki máli því það eina sem skiptir máli er að þú tapar fótboltaleik og við fáum að heyra það."

Athugasemdir
banner
banner