Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. desember 2020 09:31
Magnús Már Einarsson
Bielsa ætlar ekki að breyta leikstíl Leeds
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, segist ekki ætla að breyta leikstíl liðsins þrátt fyrir að hafa tapaði 6-2 gegn Manchester United.

Leeds varð um leið fyrsta liðið til að fá á sig 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Leeds hefur vakið athygli fyrir skemmtilegan sóknarleik á tímabilinu en Bielsa sagði eftir leikinn í gær að hann muni ekki breyta um leikstíl. Argentínumaðurinn segir að sigurinn hafi verið of stór miðað við færi leiksins.

„Í fyrri hálfleik fengum við svipuð færi og þeir en náðum ekki að skora," sagði Bielsa eftir leikinn í gær.

„Sóknir okkar komu eftir samspil en þeirra sóknir komu þegar við töpuðum boltanum í sókninni og þeir sneru úr vörn í sókn. Við vorum lengur að koma okkur til baka en þeir að sækja."
Athugasemdir
banner
banner
banner