Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. desember 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Celtic bikarmeistari - Þriðja þrennan í röð
Celtic fagnar í gær.
Celtic fagnar í gær.
Mynd: Getty Images
Celtic varð í gær skoskur bikarmeistari en liðið vann Hearts eftir 3-3 jafntefli og vítaspyrnukeppni.

Um er að ræða bikarmeistaratitilinn á síðasta tímabili en úrslitaleiknum var frestað í vor vegna kórónuveirufaraldursins.

Celtic vann einnig deildina og deildabikarinn á síðasta tímabili en þetta er þriðja árið í röð sem liðið vinnur allt sem er í boði í Skotlandi.

Neil Lennon, stjóri Celtic, skráði sig einnig í sögubækurnar en hann er sá fyrsti til að vinna bikarana þrjá bæði sem stjóri og leikmaður.

Lennon hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarnar vikur en Celtic er úr leik í skoska deildabikarnum og Evrópudeildinni auk þess sem liðið er í augnablikinu sextán stigum á eftir toppliði Rangers í skosku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner