Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. desember 2020 23:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diallo fer ekki í sóttkví í Manchester - Ighalo á förum
Amad Diallo
Amad Diallo
Mynd: Getty Images
Amad Diallo var þann 5. október staðfestur sem verðandi leikmaður Manchester United. Hann kemur frá Atalanta í janúarglugganum.

Diallo er efnilegur kantmaður, fæddur á Fílabeinsströndinni og er United sagt hafa fylgst með honum í fjögur ár þó hann sé einungis átján ára gamall. Diallo fékk atvinnuleyfi á Englandi í síðustu viku.

Í grein Times kemur fram að Diallo þurfi ekki að fara í sóttkví þegar hann kemur til Manchester. Það er vegna þess að hann er í 'búbblu' í Bergamo hjá Atalanta.

Diallo er talinn kosta 23 milljónir punda en getur það hækkað þegar allar bónusgreiðslur eru teknar í reikninginn. Diallo skrifar undir fimm ára samning við United.

Þá kemur einnig fram að lánssamningur Odion Ighalo í Manchester renni út þann 31. janúar og United ætlar ekki að framlengja lánssamninginn.
Athugasemdir
banner