Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. desember 2020 21:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dyche: Óskiljanlegt að Moutinho fékk ekki rautt
Brownhill liggur eftir
Brownhill liggur eftir
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Burnley, var eðlilega talsvert sáttari stjórinn í viðtölum eftir sigur Burnley gegn Wolves. Leikurinn endaði 2-1 og voru það þeir Ashley Barnes og Chris Wood skoruðu mörk Burnley.

Ashley Barnes skoraði sitt fyrsta mark í rúmt ár. „Mér fannst Barnesy vera að komast í betra stand og verða beittari. Hann gerði vel í kvöld og þetta var alvöru framherja mark," sagði Dyche eftir leik.

Dyche tjáði sig einnig um Lee Mason, dómara leiksins, en Nuno Santo, stjóri Wolves, var vægast sagt ósáttur eftir leikinn í kvöld.

Sjá einnig:
Nuno mjög ósáttur: Vil aldrei sjá Lee Mason aftur

„Í fótbolta núna þá eru allar snertingar brot en þó þeir stigi á leikmenn okkar þá er ekkert dæmt. Hvernig þetta er ekki rautt spjald skil ég ekki," sagði Dyche.

Joao Moutinho traðkaði á Josh Brownhill undir lok leiks og atvikið var skoðað í VAR: Moutinho fékk ekki rautt en Lee Mason ætlaði ekki að gefa spjald og því fékk Brownhill ekki spjald.

„Ég er ekki á móti dómurum, það er mjög erfitt að dæma núna. Þrjú erfiðustu störfin eru stjórastörfin tvö og svo dómari leiksins. Ég held að enginn leikur sé auðveldur að dæma þessa stundina. Við viljum fá akvörðunina auðvitað, þetta er einn af þessum hlutum," bætti Dyche við.


Athugasemdir
banner