Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. desember 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl 
Eiður Smári: Gylfa vantaði að fá að vera í friði inn á vellinum
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur byrjað síðustu þrjá leiki með Everton og hafa þeir allir unnist. Fyrir þessa þriggja leikja törn hafði gengi liðsins ekki verið gott og Gylfi spilað lítið.

Á laugardag lagði Gyfi upp sigurmark liðsins gegn Arsenal þegar hann átti hornspyrnu sem Yerri Mina skallaði í netið.

Þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen tjáðu sig um Gylfa í Vellinum á Síminn Sport í gær. Eiður Smári segir að Gylfa hafi vantað að fá tvo þrjá leiki í röð í liðinu.

„Í rauninni er þetta aðeins það sem Gylfa vantaði aðeins á þessu tímbili; að hann fengi tvo, þrjá leiki og fengi aðeins að vera í friði inn á vellinum. Byrjunin hjá liðinu [á tímabilinu] var góð, þá var Gylfi utan liðs. Þegar Gylfi kom svo inn í liðið tók liðið upp á því að tapa og þetta spilaðist ekki alveg fyrir Gylfa. Það má alveg segja að þá hafi Gylfi ekki verið upp á sitt besta. En núna sjáum við hans rétta andlit og það sýnir okkur það að hann hefur karakterinn í það að berjast fyrir sínu sæti," sagði Eiður.

Sjá einnig:
„Ekki þakka Guði, þakkaðu Gylfa"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner