Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. desember 2020 10:36
Magnús Már Einarsson
Neville hissa á stöðu Manchester United
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum varnarmaður Manchester United, er hissa á stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. United rúllaði yfir Leeds í gær og hoppaði upp í 3. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United hefur ekki verið ofar í deildinni á þessu tímabili en liðið á leik til góða og getur farið upp í 2. sætið með sigri þar og verið tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool.

Manchester United mætir Leicester, sem er í 2. sæti, í næsta leik á laugardaginn.

„Þeir geta farið upp í 2. sætið í deildinni. Manni líður ekki eins og Manchester United hafi spilað svona vel. Það er búið að tala um starfið hjá stjóranum, þeir duttu úr Meistaradeildinni og frammistaðan hefur á köflum verið skelfileg," sagði Neville.

„Þú horfir á þá og hugsar ekki að þetta sé lið sem getur barist um titilinn. Tilfinning mín er ennþá þannig og ég segi að Manchester United muni ekki vinna deildina."

„En ég er hissa. Það er skrýtið að sjá hvar þeir eru miðað við stöðuna fyrir nokkrum vikum þegar maður bjóst við að þetta yrði erfiður kafli fyrir jól. Núna lítur þetta aðeins betur út."

„Liðið er í góðum gír. Þeir eru að skora mörk, koma til baka í leikjum og í dag (í gær) spiluðu þeir vel. Það er stórleikur við Leicester á annan í jólum en það er eitthvað að."

„Síðan horfir þú á hvar þeir eru í deildinni og þeir geta komist tveimur stigum á eftir Liverpool. Ef þú hefðir sagt það í byrjun tímabils, að þeir yrðu í þeirri stöðu fyrir jólin, þá hefði maður tekið hendurnar af öllum sem hefðu sagt það."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner