Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 21. desember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam hótar að taka fyrirliðabandið af Livermore
Livermore gengur af velli í gær.
Livermore gengur af velli í gær.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri WBA, var ósáttur við fyrirliða sinn Jake Livermore eftir 3-0 tapið gegn Aston Villa í gær. Livermore fékk rautt spjald fyrir tæklingu á Jack Grealish í fyrri hálfleik en rauða spjaldið fór á loft eftir að atvikið var skoðað með hjálp VAR.

„Þú þarft ekki að taka svona tæklingu. Hann er reyndur leikmaður en hann ákvað að láta vaða af einhverri ástæðu og þegar VAR er til staðar þá má óttast það versta. Ég er sammála ákvörðuninni" sagði Allardyce eftir leikinn í gær en Livermore gæti nú misst fyrirliðastöðuna hjá WBaA

„Ef sá sem fær fyrirliðabandið í næstu þremur leikjum gerir það vel þá getur hann haldið því," bætti Sam við.

„Þetta er þriðja rauða spjaldið hjá liðinu á tímabilinu og við getum ekki verið að missa menn af velli í okkar stöðu. Ég get ekki samþykkt fleiri rauð spjöld. Annars eigum við enga möguleika á að komast úr vandræðunum."

„Það síðasta sem við þurftum á að halda er að missa fyrirliðann í þriggja leikja bann því hann gerði háskalega hluti inni á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner