Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 21. desember 2020 20:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Thuram í sex leikja bann fyrir hrákuna
Mynd: Getty Images
Marcus Thuram var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir að hrækja á andstæðing. Hann þarf einnig að græða 37 þúsund pund í sekt og þá ætlar Gladbach að sekta hann um mánaðarlaun sem félagið mun greiða áfram í góðgerðastarfsemi.

Thuram hrækti í andlitið á Stefan Posch, leikmann Hoffenheim, í leik Gladbach og Hoffenheim á dögunum.

Það er þýska knattspyrnusambandið sem dæmir Thuram í bannið.

„Þetta er alveg yfir strikið og á ekki heima á knattspyrnuvellinum. Marcus er góð manneskja og er vel uppalinn. Hann hefur misst stjórn á sér - það er eina útskýringin. Ég biðst afsökunar á þessu. Hann brást liðinu sínu í dag," sagði Marco Rose, stjóri Gladbach, á föstudag.

Thuram hefur beðist afsökunar á athæfinu.
Athugasemdir
banner
banner