Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 21. desember 2022 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í deildabikarnum: Dubravka og Wan-Bissaka í liði Man Utd - Jói Berg byrjar
Aaron Wan-Bissaka byrjar hjá Man Utd
Aaron Wan-Bissaka byrjar hjá Man Utd
Mynd: EPA
Scott McTominay mun spila miðvörð við hlið Victor Lindelöf
Scott McTominay mun spila miðvörð við hlið Victor Lindelöf
Mynd: Man Utd
Þrír leikir eru á dagskrá í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld en Erik ten Hag, stjóri Manchester United, stillir upp sterku liði gegn Burnley á Old Trafford.

United hefur endurheimt marga leikmenn af HM en Ten Hag byrjar aðeins með einn náttúrulegan miðvörð í dag. Victor Lindelöf er í vörninni og mun Scott McTominay spila við hlið hans, en hann hefur spilað fjölmarga leiki í miðverðinum með skoska landsliðinu.

Alejandro Garnacho, Aaron Wan-Bissaka og Martin Dubravka eru þá allir í liðinu.

Jóhann Berg Guðmundsson er á sínum stað í byrjunarliði Burnley en leikurinn hefst klukkan 20:00. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin úr leikjum kvöldsins en leikur Charlton og Brighton hefst klukkan 19:45 eins og leikur Blackburn Rovers og Nottingham Forest.

Manchester United: Dubravka; Wan-Bissaka, Lindelöf, McTominay, Malacia; Fernandes, Eriksen, Casemiro, Rashford, Martial, Garnacho.

Burnley: Peacock-Farrell, Roberts, Harwood-Bellis, Beyer, Maatsen, Cullen, Cork, Benson, Brownhill, Gudmundsson, Barnes.

Blackburn Rovers: Pears; S.Wharton, Phillips, Travis, Mola; Hedges, Garrett, Markanday; Szmodics, A.Wharton; Hirst

Nottingham Forest: Henderson; Toffolo, Boly, Worrall, Williams; Mangala, Yates, Freuler; Johnson; Awoniyi, Lingard.



Charlton: Maynard-Brewer; Inniss, Lavelle, Ness, Chin; Dobson, Fraser, Sessegnon, Rak-Sakyi, Leaburn; Payne.

Brighton: Steele; Lamptey, Dunk, Colwill, Gross, Lallana, Enciso, Undav, Caicedo, Gilmour.
Athugasemdir
banner
banner