mið 21. desember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Dagur sem leikmenn Marokkó koma aldrei til með að gleyma
Þúsundir manna tóku á móti landsliðinu
Þúsundir manna tóku á móti landsliðinu
Mynd: EPA
Leikmenn ásamt Mohammed sjötta, konungi Marokkó.
Leikmenn ásamt Mohammed sjötta, konungi Marokkó.
Mynd: EPA
Landslið Marokkó fengu konunglegar móttökur er það snéri aftur til heimalandsins í gær.

Marokkó skrifaði nýjan kafla í sögu heimsmeistaramótsins er þjóðin komst í undanúrslit í Katar, eitthvað sem engin Afríkuþjóð hafði afrekað fyrir þetta mót.

Liðið spilaði af mikilli ástríðu og voru heilluðust áhorfendur af hugrekki og baráttu liðs, sem var aldrei talið líklegt til árangurs.

Ævintýri liðsins endaði þó með tapi gegn Króatíu í bronsleiknum en þegar leikmenn og þjálfarar snéru aftur til Rabat þar sem landsmenn tóku vel á móti þeim.

Liðið var í opinni rútu sem keyrði að konungshöllinni, Palais Royal, en tók Mohammed sjötti, konungur Marokkó, á móti leikmönnum og þakkaði þeim fyrir frábæra frammistöðu. Dagur sem seint eða jafnvel aldrei gleyma.






Athugasemdir
banner
banner