Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. desember 2022 16:45
Elvar Geir Magnússon
Ef toppfélag vill Rice þá borgar það fullt verð
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Declan Rice fyrirliði West Ham er einnig lykilmaður hjá enska landsliðinu. Stöðug umræða er um það hversu lengi West Ham getur haldið þessum eftirsótta miðjumanni í sínum röðum.

Rice verður 24 ára í næsta mánuði en margir telja ómögulegt fyrir West Ham að geta haldið honum eftir tímabilið.

Rice hefur tjáð sig um löngun sína til að spila í Meistaradeildinni og sagt að leikmenn eigi bara einn feril.

Mark Noble, fyrrum samherji Rice og núverandi íþróttastjóri West Ham, segir að félagið geti einfaldlega ekki keppt við stærstu félögin fjárhagslega.

„Við getum gert okkar besta í að fá bestu leikmennina sem fimm eða sex stærstu félögin kaupa ekki. Við gætum orðið heppnir með einhverja leikmenn sem sleppa í gegnum netið, en það er ekki hægt að keppa við þessi félög," segir Noble.

„Fjárhagslega eru þau of kraftmikil. Ef toppfélag vill kaupa Declan Rice þá verður það bara að borga fyrir hann, fullt verð. Við sáum það með Jack Grealish. Ef stærstu félögin vilja bestu leikmennina þá eigum við ekki möguleika."
Athugasemdir
banner
banner
banner