Marcus Rashford var besti leikmaður Manchester United er liðið komst áfram í 8-liða úrslit enska deildabikarsins með 2-0 sigri á Burnley í kvöld.
Christian Eriksen skoraði fyrra markið eftir sendingu frá Aaron Wan-Bissaka áður en Marcus Rashford gerði annað marki í síðari hálfleik eftir gott einstaklingsframtak.
Rashford var valinn bestur af Sky Sports. Nokkrir leikmenn United fá ekki góða einkunn frá Manchester Evening News en Martin Dubravka, sem stóð í marki, fær 3. Hann var nálægt því að kýla boltann í eigið net í leiknum og gekk illa að koma boltanum í spil í leiknum.
Scott McTominay fær 4 frá miðlinum. Wan-Bissaka, Rashford, Casemiro, Bruno Fernandes og Christian Eriksen fá 7.
Einkunnir Man Utd: Dubravka (3), Wan-Bissaka (7), Lindelöf (6), Casemiro (7), Malacia (6), Eriksen (7), McTominay (4), Garnacho (5), Fernandes (7), Rashford (7), Martial (5).
Varamen: Antony (5), Elanga (5), Shaw (5), Fred (5), Williams (5).
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, fær 6 frá Lancslive.
Athugasemdir