Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. desember 2022 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Man Utd í 8-liða úrslit - Brighton óvænt úr leik
Marcus Rashford skoraði glæsilegt mark
Marcus Rashford skoraði glæsilegt mark
Mynd: EPA
Jesse Lingard skoraði eitt af mörkum Forest
Jesse Lingard skoraði eitt af mörkum Forest
Mynd: EPA
Charlton er komið áfram í 8-liða úrslit
Charlton er komið áfram í 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Manchester United, Charlton og Nottingham Forest eru öll komin áfram í 8-liða úrslit enska deildabikarsins eftir úrslit kvöldsins.

Man Utd vann Burnley, 2-0, á Old Trafford. Christian Eriksen kom United yfir á 27. mínútu eftir laglega sókn.

Bruno Fernandes var með boltann fyrir utan teig, kom með langa sendingu inn fyrir vörnina á Aaron Wan-Bissaka sem náði að teygja sig í boltann og koma honum fyrir markið á Christian Eriksen sem kláraði örugglega í netið.

Marcus Rashford tvöfaldaði forystuna eftir laglegt einstaklingsframtak á 57. mínútu. United vann boltann á eigin vallarhelmingi og tók Rashford af stað. Hann keyrði upp allan völlinn, bauð upp á þreföld skæri og lék á einn varnarmann áður en hann skaut boltanum fast í vinstra hornið.

Burnley fékk þrjú ágætis færi til að komast inn í leikinn Ashley Barnes fékk tvö þeirra en brást bogalistin og þá fékk Darko Churlinov fínasta færi eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni en boltinn framhjá.

United er komið áfram í 8-liða úrslit mun Charlton og Nottingham Forest fylgja þeim. Forest vann öruggan 4-1 sigur á Blackburn Rovers þar sem Brennan Johnson gerði tvö mörk. Þá gerðu þeir Jesse Lingard og Taiwo Awoniyi sitt markið hvor.

Charlton vann Brighton eftir vítakeppni, 4-3. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Brighton klúðraði fjórum vítaspyrnum í vítakeppninni í heildina og fór það svo að Charlton hafði betur, 4-3, í bráðabana.

Úrslit og markaskorarar:

Blackburn 1 - 4 Nott. Forest
0-1 Brennan Johnson ('13 , víti)
1-1 Scott Wharton ('43 )
1-2 Jesse Lingard ('54 )
1-3 Taiwo Awoniyi ('79 )
1-4 Brennan Johnson ('90 )

Charlton Athletic 0 - 0 Brighton (4-3, eftir vítakeppni)

Manchester Utd 2 - 0 Burnley
1-0 Christian Eriksen ('27 )
2-0 Marcus Rashford ('57 )
Athugasemdir
banner
banner
banner