Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fékk höfðinglegar móttökur í heimabænum
Mynd: EPA
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er kominn heim til Argentínu eftir að hafa unnið heimsmeistaramótið í Katar.

Messi skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum gegn Frökkum og var svo ískaldur á punktinum er hann hjálpaði liðinu að klófesta HM-bikarinn í fyrsta sinn síðan 1986.

Argentínska liðið lenti í gær í Buenos Aires og ferðaðist í opinni rútu þar sem tæplega sex milljónir manns fögnuðu með liðinu.

Eftir það fór Messi með þyrlu í heimabæ sinn, Rosario, þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur.

Messi er fæddur og uppalinn í Rosario en flutti ungur til Barcelona og er restin skrifuð í sögubækurnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner