Zinedine Zidane hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann hætt með Real Madrid sumarið 2021.
Þær sögusagnir hafa verið á sveimi í marga mánuði að hann hafi verið að bíða eftir franska landsliðsþjálfarastarfinu. Óvíst er með framtíð Didier Deschamps.
Þær sögusagnir hafa verið á sveimi í marga mánuði að hann hafi verið að bíða eftir franska landsliðsþjálfarastarfinu. Óvíst er með framtíð Didier Deschamps.
Zidane, sem er 50 ára, er sagur hafa hafnað tilboðum frá Paris Saint-Germain og Manchester United undanfarið ár.
Zidane er sagður vilja stýra Frakklandi á EM 2024 og HM 2026 en þetta veltur allt á því hvað franska fótboltasambandið hyggst gera varðandi Deschamps.
Ef franska þjálfarastarfið býðst ekki gæti Zidane tekið við Juventus næsta sumar. Staða Massimiliano Allegri hjá ítalska stórliðinu er í óvissu og mun hann setjast niður með forráðamönnum félagsins eftir yfirstandandi tímail.
Athugasemdir