Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. desember 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Maður lést og barn í dái eftir slys í fagnaðarlátunum
Óeirðalögreglan í Argentínu að störfum.
Óeirðalögreglan í Argentínu að störfum.
Mynd: EPA
Þau gríðarlegu fagnaðarlæti sem áttu sér stað í Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, í gær fóru ekki alveg friðsamlega fram. Óeirðalögreglan hafði í nægu að snúast og átök brutust út milli almennings og lögreglu.

24 ára karlmaður lést í fögnuðnum en samkvæmt argentínskum fjölmiðlum var hann að hoppa á húsþaki þegar þakplata gaf sig og hann hrapaði niður mikla hæð. Hann hlaut banvæna höfuðáverka.

Þá er fimm ára drengur í dái á gjörgæsludeild en marmarastykki féll af minnisvarða á San Martín torginu og lenti á barninu.

Gefinn var almennur frídagur í Argentínu í gær í kjölfarið á sigri landsliðsins á HM í Katar. Leikmenn fóru um borgina í opinni rútu.

Vegna mannþrengsla og tilrauna aðdáenda til að stökkva af brúm og lenda í rútunni var áætlunum skyndilega breytt. Liðið fór upp í þyrlu sem flaug yfir mannfjöldann,
Athugasemdir
banner