Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. desember 2022 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Karólína Lea snéri aftur í sigri
Karólína Lea spilaði fyrir Bayern í kvöld
Karólína Lea spilaði fyrir Bayern í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir snéri aftur á völlinn er Bayern München vann 2-0 sigur á Benfica í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Karólína Lea hafði ekkert spilað síðan á Evrópumótinu á Englandi en hún var að glíma við meiðsli aftan í læri.

Hún byrjaði að æfa fyrir tæpum tveimur vikum og var síðan á bekknum í kvöld.

Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru einnig á bekknum.

Klara Buhl kom Bayern í tveggja marka forystu áður en Karólína snéri aftur á völlinn á 85. mínútu. Lokatölur 2-0 fyrir Bayern sem hafnar í 2. sæti riðilsins á eftir Barcelona sem vann öruggan 6-0 sigur á sænska liðinu Rosengård.

Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård. Sænska liðið hafnaði í neðsta sæti D-riðils. Barcelona og Bayern fara í 8-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner