Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. desember 2022 09:49
Elvar Geir Magnússon
Ótrúleg tvenna í uppbótartíma heldur titilvonum Rangers á lífi
Scott Arfield skoraði tvívegis í uppbótartíma.
Scott Arfield skoraði tvívegis í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Aberdeen var 2-1 yfir gegn Rangers í skosku úrvalsdeildinni þegar 90 mínútur voru á klukkunni í gær en þá tók við ótrúleg atburðarás. Scott Arfield jafnaði þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar yfir uppbótartíma og skoraði síðan flautumark tveimur mínutum síðar og tryggði Rangers 3-2 sigur.

Rosaleg endurkoma í blálokin en þessi sigur heldur veikum titilvonum Rangers á lífi. Liðið er sex stigum frá erkifjendunum í Celtic sem eru á toppnum, auk þess á Celtic leik til góða.

Rangers hefur unnið tvo 3-2 endurkomusigra í röð, í tveimur fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Michael Beale.

Kollegi hans, Jim Goodwin hjá Aberdeen, fór niður í jörðina í hnipri eftir lokaflautið í gær. Hann hreinlega trúði því ekki að lið sitt hefði kastað sigrinum svona frá sér og endað með því að tapa.

„Liðið fær tíu af tíu fyrir karakterrinn en fimm af tíu fyrir frammistöðuna," sagði Beale eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner