Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo er lentur í Riyadh í Sádi-Arabíu, en hann er á leið í viðræður við Al-Nassr.
Ronaldo hefur verið án félags síðan hann rifti samningi sínum við Manchester United í síðasta mánuði.
Sóknarmaðurinn lét gamminn geisa í viðtali hjá breska sjónvarpsmanninum Piers Morgan en hann sagðist ekki bera virðingu fyrir Erik Ten Hag, stjóra Manchester United og gagnrýndi eigendur félagsins.
Ronaldo komst að samkomulagi við United um að rifta samningnum áður en hann fór á HM með portúgalska landsliðinu.
Hann hefur verið orðaður við Al-Nassr í Sádi-Arabíu síðustu vikur en félagið er reiðubúið að greiða honum 175 milljónir punda á ári auk þess sem hann mun þéna verulega á auglýsingasamningum.
Samningurinn við Al-Nassr er til tveggja ára en Ronaldo lenti í Riyadh í dag til að fara í viðræður við félagið.
Fjölmiðlar ytra búast við því að hann verði orðinn leikmaður félagsins fyrir áramót.
???? Cristiano Ronaldo has just arrived at Riyadh airport in Saudi Arabia.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) December 21, 2022
He is set to meet the leaders of Al-Nassr. ????????
(Source: @Santi_J_FM) pic.twitter.com/wCqEtIsWSk
Athugasemdir