Don Hutchison, fyrrum leikmaður Everton og West Ham í ensku úrvalsdeildinni, segir að spænski markvörðurinn David de Gea eigi skilið að fá nýjan samning hjá Manchester United.
Spænski markvörðurinn er í viðræðum um framlengingu á samningi sínum, sem rennur út næsta sumar. Ef samkomulag næst ekki þá má hann hefja viðræður við félög utan Englands frá 1. janúar.
Spænski markvörðurinn er í viðræðum um framlengingu á samningi sínum, sem rennur út næsta sumar. Ef samkomulag næst ekki þá má hann hefja viðræður við félög utan Englands frá 1. janúar.
„Hann er heimsklassa markvörður. Með frammistöðu sinni síðustu átján mánuði þá verðskuldar hann nýjan samning," segir Hutchison við breska ríkisútvarpið.
„Það kæmi mjög á óvart ef United hleypir honum í burtu. Ég tel að hann sé ekki kominn yfir sitt besta og 32 er enginn aldur fyrir markvörð. Hann hefur verið framúrskarandi."
Ein helsta hindrunin í viðræðunum eru launatölur De Gea en hann er launahæsti markvörður heimsfótboltans.
Athugasemdir