Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er heitur eftir að ágætis heimsmeistaramót, en hann var að koma United í 2-0 gegn Burnley eftir magnað einstaklingsframtak.
United vann boltann á eigin vallarhelmingi og barst boltinn til Rashford sem keyrði upp hægri vænginn áður en hann leitaði inn í teiginn.
Þar tók hann nokkur skæri áður en hann lék á varnarmann Burnley og skoraði með góðu skoti í vinstra hornið.
Glæsilegt mark hjá Rashford sem gæti reynst United mikilvægur seinna hluta tímabilsins.
Sjáðu markið hjá Rashford
Athugasemdir