Manchester United er að vinna Burnley, 1-0, í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins en það var Christian Eriksen sem kom liðinu yfir.
United spilaði í kringum teig Burnley áður en Bruno Fernandes sendi langan bolta inn fyrir á Aaron Wan-Bissaka sem náði einhvern vegin að teygja sig í boltann og koma honum fyrir á Eriksen og var eftirleikurinn auðveldur.
Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Wan-Bissaka á tímabilinu en hann hafði aðeins spilað fjórar mínútur í 2-1 sigri á Liverpool fyrir leikinn í kvöld.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hjá Eriksen
Athugasemdir