mið 21. desember 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
„Stoltir af því að vera með heimsmeistara í liðinu“
Julian Alvarez og heimsmeistarabikarinn.
Julian Alvarez og heimsmeistarabikarinn.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola framlengdi við City nýlega.
Pep Guardiola framlengdi við City nýlega.
Mynd: Getty Images
Julian Alvarez, 22 ára sóknarmaður Manchester City, átti frábært heimsmeistaramót og skoraði fjögur mörk fyrir Argentínu. Hann og Lionel Messi náðu vel saman í áttinni að heimsmeistaratitlinum.

„Við erum afskaplega stoltir af honum, við erum með heimsmeistara í okkar liði. Við samgleðjumst honum og einnig Nicolas Otamendi fyrrum leikmanni félagsins," segir Pep Guardiola stjóri Manchester City.

„Persónulega samgleðst ég Lionel Messi einnig. Fólk getur haft sínar skoðanir en enginn getur neitað því að hann er uppi meðal bestu fótboltamanna sögunnar."

„Það er erfitt að sjá nokkurn ná að afreka það sem Messi hefur afrekað. Skoðun mín á honum væri ekki önnur þó hann hefði ekki unnið HM en þetta er ótrúleg saga á mögnuðum ferli."

Snýst ekki bara um Meistaradeildina
Manchester City mætir Liverpool í deildabikarnum annað kvöld og Pep Guardiola sat fyrir svörum á fréttamannafundi í tilefni þess. Þetta var í fyrsta sinn sem hann ræddi við fjölmiðla eftir að hafa framlengt samningi sínum við City til 2025.

„Ég hef þakkað félaginu fyrir traustið sem það hefur sýnt mér. Það verður erfitt að endurgjalda það og ég kann ekki nægilega mörg orð til að lýsa yfir þakklæti mínu til félagsins," segir Guardiola.

Þrátt fyrir mikla velgengni hjá Manchester City hefur Pep Guardiola ekki enn náð að vinna Meistaradeildina með félaginu.

„Mín markmið snúast ekki bara um að vinna Meistaradeildina, þó ég viðurkenni að það sé bikar sem við viljum. Auðvitað verður vera mín hér ekki fullkomnuð nema með því að vinna Meistaradeildina. Ég tel að einn daginn muni félagið fá þennan titil en þetta er ekki eina ástæðan fyrir því að ég framlengdi," segir Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner