mið 21. desember 2022 13:40
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Á réttri leið en langur vegur til stefnu
Erik Ten Hag.
Erik Ten Hag.
Mynd: Getty Images
Manchester United tekur á móti toppliði Championship-deildarinnar, Burnley, í deildabikarnum í kvöld. Erik ten Hag stjóri ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn.

Ten Hag telur að United sé á réttri leið síðan hann tók við stjórnartaumunum síðasta sumar.

„Ég vissi að ég væri að taka við erfiðu verkefni. Manchester United var ekki í þeirri stöðu sem maður býst við af liðinu. Ég tel að við séum á leið í rétta átt en við erum enn fjarri þeim stað sem við viljum komast á," segir Ten Hag.

„Ég er ánægður með frammistöðu leikmanna og þá staðreynd að þeir spila sem lið, með rétta hugarfarið og rétta andann. En það verður vinna að halda þessari þróun áfram og halda háu viðmiði. Ef þú ert sáttur við stöðuna þá verður þú latur."

Leikur Manchester United og Burnley hefst klukkan 20 í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner