Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 21. desember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag ræður hollenskan markþjálfa
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, hefur ráðið markþjálfa til þess að hjálpa leikmönnum að eiga við andlegu hliðina. Þetta kemur fram í Telegraph.

Hollenski stjórinn er sagður hafa tekið eftir andlegri þreytu hjá leikmönnum liðsins eftir heimsmeistaramótið og ákvað því að grípa til sinna ráða.

Hann er búinn að ráða inn markþjálfa sem mun hjálpa leikmönnum að berjast við andlega þreytu og koma þeim í betra stand fyrir seinna hluta tímabilsins.

Telegraph greinir frá því að hollenski markþjálfinn Rainer Koers hafi sést á myndum á æfingum hjá Manchester United síðustu daga.

Hann var með United í æfingaferð liðsins á Spáni og aðstoðaði þar leikmenn.

Ten Hag og teymi hans hefur einnig verið í sambandi við sérfræðinga í kringum hjólreiðalið sem taka þátt á Tour de France-mótinu til að fá ráðgjöf varðandi svefnmynstur og næringu, svo hópurinn verði örugglega klár fyrir álagið sem framundan er.
Athugasemdir
banner