Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. janúar 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætluðu að niðurlægja Memphis - „Truflar mig ekki í eina sekúndu"
Mynd: Getty Images
Saint-Étienne tapaði 1-2 gegn Lyon í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöld. Sigurmark Lyon kom seint í uppbótartímanum.

Hópur stuðningsmanna Saint-Étienne mættu með borða á leikinn þar sem bent var á það að Memphis Depay, leikmaður Lyon, ætti ekki í sambandi við föður sinn.

Memphis hefur haldið því fram að faðir sinn hafi yfirgefið sig og fjölskylduna þegar Memphis var fjögurra ára. Faðir Memphis neitaði þessu í samtali við The Sun eftir að sonurinn gekk í raðir Manchester United árið 2015.

Hollenski landsliðsmaðurinn er með nafnið 'Memphis' á bakinu en ekki 'Depay' vegna þess hve slæmt sambandið er á milli þeirra feðga.

Á borðanum hjá stuðningsmönnum Saint-Étienne stóð: „Memphis er með 5 milljón fylgjendur en á engan föður."

Memphis svaraði þessu eins og honum einum er lagið. Hann benti þeim á að hann væri með 5,9 milljónir fylgjenda á Instagram og sagði svo:

„Ég hef ekkert á móti fólkinu sem gerði þetta. Ég veit að það elskar mig. Þetta truflar mig ekki í eina sekúndu, ég vil bara segja nokkur orð um þetta."

„Ég veit að reiðin er bara vegna þess að þið eruð ekki með einn leikmann með sömu gæði og ég. Núll stig á móti okkur á þessu tímabili, ég ímyndað mér hvernig tilfinning það er. Á ég að halda áfram?..."

„Guð blessi alla," voru lokaorð Memphis ásamt því að hann minnti alla á það að ást sigrar í baráttunni gegn hatri.

Hér að neðan má sjá tístin.













Athugasemdir
banner
banner
banner