Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. janúar 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona vildi Boateng fyrir aðlögunarhæfnina
Boateng í leik með Las Palmas.
Boateng í leik með Las Palmas.
Mynd: Getty Images
Það kom flestum á óvart þegar félagaskipti Kevin-Prince Boateng til Barcelona voru tilkynnt í gær. Boateng verður 32 ára í mars og hefur flakkað á milli félaga í þýska, spænska og ítalska boltanum undanfarin fjögur ár.

Boateng kemur á lánssamningi frá Sassuolo þar sem hann hefur gert 5 mörk í 15 leikjum það sem af er tímabils. Þar áður var hann mikilvægur hlekkur í liði Eintracht Frankfurt í Þýskalandi og fyrir það var hann hjá Las Palmas.

„Kevin-Prince Boateng er leikmaður með frábæra aðlögunarhæfni. Hann hefur gert góða hluti í fjórum bestu deildum Evrópu," segir í yfirlýsingu frá spænska stórveldinu.

Boateng er hugsaður sem varamaður fyrir Luis Suarez en hann var ekki efstur á lista hjá Börsungum, sem hafa sýnt Alvaro Morata, Cristhian Stuani og Carlos Vela áhuga í janúarglugganum.

Boateng er annar leikmaðurinn sem Ernesto Valverde fær til félagsins í janúar eftir að Jeison Murillo skrifaði undir hjá félaginu fyrr í mánuðinum.
Athugasemdir
banner
banner