Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 22. janúar 2019 09:58
Magnús Már Einarsson
Bournemouth loksins að landa Mepham
Chris Mepham (til hægri).
Chris Mepham (til hægri).
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur náð samkomulagi við Brentford um kaup á miðverðinum Chris Mepham.

Bournemouth er að kaupa Mepham á tólf milljónir punda samkvæmt frétt Sky Sports.

Hinn 21 árs gamli Mepham hefur verið lengi á óskalista Bournemouth því félagið reyndi einnig að fá hann í janúar í fyrra sem og síðastliðið sumar.

Mepham var í yngri liðum Chelsea en hann fór síðan til Brentford þar sem hann byrjaði í B-liði félagsins.

B-lið Brentford er nýstárlegt verkefni sem kemur í stað U23 ára liðs. Kolbeinn Birgir Finnsson og Patrik Sigurður Gunnarsson eru í dag í B-liði Brentford.
Athugasemdir
banner
banner
banner