Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Hilmar með tvennu í sigri á Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 0 Keflavík
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('33, víti)
2-0 Hilmar Árni Halldórsson ('50)
3-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('74)

Stjarnan lagði Keflavík að velli í eina leik dagsins í Fótbolta.net mótinu. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi.

Hilmar Árni Halldórsson var mættur aftur í lið Stjörnunar eftir A-landsliðsverkefni í Katar. Eins og lið PSG um daginn þá mætti Hilmar ferskur frá Katar.

Leikskýrsla KSÍ úr leiknum.

Hilmar Árni skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 33. mínútu. Það var eina mark fyrri hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks var Hilmar Árni aftur á ferðinni þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Þorsteinn Már Ragnarsson gerði svo út um leikinn með marki þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir.

Lokatölur 3-0 fyrir Stjörnuna sem er með fjögur stig í riðli 1 í A-deild. Keflavík er án stiga. Stjarnan á eftir að spila við ÍA í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum og Keflavík á eftir að mæta FH.
Athugasemdir
banner
banner