þri 22. janúar 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Henry berst við Arsenal um Gelson Martins
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, þjálfari Mónakó, er að berjast við Arsenal um portúgalska kantmanninn Gelson Martins sem hefur ekki tekist að ryðja sér leið inn í byrjunarlið Atletico Madrid á tímabilinu.

Martins gekk í raðir Atletico síðasta sumar eftir að hafa flúið frá Sporting CP í heimalandinu. Martins vildi rifta samningi sínum við Sporting eftir að grímuklæddir stuðningsmenn félagsins réðust að leikmönnum á æfingasvæðinu.

Hann hélt til Atletico á frjálsri sölu en Sporting vill fá 45 milljónir evra fyrir ungstirnið. Atletico hefur hingað til neitað að borga og er Sporting að undirbúa lögsókn.

Nú þarf félagið að losa sig við Portúgalann til að lækka launakostnaðinn fyrir yfirvofandi komu Alvaro Morata.

Þetta hentar bæði Arsenal og Mónakó sérstaklega vel því hvorugt félag hefur efni á því að kaupa Martins í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner