Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Íslenska landsliðið gæti skipt um leikkerfi á milli leikja
Icelandair
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segir það opið að skipta á milli leikkerfa í undankeppni EM á þessu ári. Hamren stillti upp í 4-4-2 í fyrstu leikjunum í Þjóðadeildinni en gegn Belgíu og Katar í nóvember prófaði hann leikkerfið 5-3-2.

„Gegn Belgíu og Katar spiluðum við með fimm í vörninni. Það var gott því við vildum gera það. Við Freyr (Alexandersson) ræddum um það í byrjun að prófa þetta að minnsta kosti í einu verkefni," sagði Erik við Fótbolta.net á dögunum.

„Við vildum eiga möguleika á að nota þetta líka í undankeppninni. Það fer eftir því hvaða leikmenn við erum með til taks, eftir því hvaða andstæðingi við erum að mæta og svo framvegis."

„Við prófuðum þetta og það var gott. Íslenska liðið hefur spilað með fjóra í vörn en núna höfum við prófað að spila með fimm. Við getum breytt til núna. Bestu liðin geta breytt um leikkerfi og það er gott að við prófuðum þetta. 4-4-2 er grunnurinn hjá okkur ef svo má segja."


Íslenska landsliðið hefur mikið spilað 4-4-2 undanfarin ár og Erik hefur sjálfur notað það kerfi mikið á löngum þjálfaraferli sínum.

„Ég hef líka notað 4-3-3 og 4-5-1 mikið. Þegar ég var með sænska landsliðið spilaði ég mest 4-4-2 eða 4-4-1-1. Í vörn er þetta eins og 4-4-2 en í sókninni 4-4-1-1. Ég spilaði líka með 4-5-1 þegar við þurftum að vera sterkari á miðjunni. Það fór eftir því við hverja við vorum að spila og hvaða leikmenn voru klárir. Ég hef spilað mismunandi kerfi með sænska landsliðið en oftast spilaði ég 4-4-2," sagði Erik.

Sjá einnig:
Erik Hamren rýnir í riðil Íslands - Barátta við Tyrki
Erik Hamren: Vona að staða Hannesar og Rúnars breytist
Erik Hamren um stöðu landsliðsins: Meiðslin hafa verið brjálæði
Erik Hamren: Var áhyggjufullur þegar Arnór fór til Moskvu
Erik Hamren: Þurfum hjálp ef stuðningsmenn vilja partý á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner