Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 19:00
Elvar Geir Magnússon
Mourinho fékk HM skoðunarferð í Katar
Mourinho skoðar Al Wakrah leikvanginn.
Mourinho skoðar Al Wakrah leikvanginn.
Mynd: Katar
Mynd: Katar
Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, hafði nóg að gera í heimsókn sinni til Doha í Katar.

Eins og mikið hefur verið fjallað um þá tók hann að sér sérfræðingahlutverk hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni og talaði í fyrirsögnum eins og hann er vanur.

Þá fékk hann sérstaka skoðunarferð og heimsótti Al Wakrah leikvanginn sem er í byggingu en hann er einn átta valla sem notaðir verða á HM í Katar 2022.

„Þetta lítur allt saman virkilega vel út. En þegar 2022 mótið gengur í garð verð ég þjálfari félagsliðs og verð ósáttur við að leikmenn fari á stórmót á miðju tímabili," segir Mourinho.

HM í Katar verður í nóvember og desember út af hitastiginu í landinu sem er ansi hátt yfir sumartímann.

„Það er allt sem bendir til þess að mótið verði stórkostlegt."

Katar er lítið land og mun taka innan við klukkutíma að ferðast milli valla sem býður upp á þann möguleika fyrir stuðningsmenn að sjá tvo leiki á einum degi. Þá verður mikil nánd og allir á sama svæðinu, ólíkt síðustu heimsmeistaramótum.

„Lið vilja ekki vera að ferðast mikið. Ég held að þetta verði í fyrsta sinn sem lið velja sínar herbúðir, sinn æfingavöll, og verða þar þar til þau hafa lokið keppni á mótinu. Það er frábært fyrir leikmenn og þjálfara," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner