Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 10:20
Elvar Geir Magnússon
Neville með miklar efasemdir um leikmenn Man Utd
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að Manchester United hafi unnið alla sjö leikina síðan Ole Gunnar Solskjær tók við sem knattspyrnustjóri þá hefur Gary Neville, fyrrum leikmaður félagsins, miklar efasemdir um leikmannahópinn og hugarfar hans.

„Þegar hann kom inn gátu væntingarnar ekki verið lægri, það var vont andrúmsloft í kringum félagið," segir Neville.

„Hann steig fremst á sviðið og heldur áfram að vinna. Þetta er besta byrjun stjóra Manchester United í sögunni. Þetta er í raun ótrúlegt."

„Það er augljóst að í lok stjóratíðar Mourinho voru leikmenn ekki að reyna. Það segir mér ekki að þessir leikmenn geti komið Manchester United aftur í titilbaráttu."

„Breytingin hefur verið mögnuð en ég efast um þennan hóp leikmanna," segir Neville.

United á stórleik í FA-bikarnum á föstudagskvöld, gegn Arsenal á Emirates leikvangnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner