þri 22. janúar 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuno fær sömu refsingu og Klopp
Mynd: Getty Images
Hinn portúgalski knattspyrnustjóri Wolves, Nuno Espirito Santo, var sektaður um 8 þúsund pund (1,2 milljónir íslenskar króna) fyrir að hlaupa inn á völlinn í 4-3 sigri Wolves á Leicester í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Wolves vann þennan ótrúlega leik með sigurmarki frá Diogo Jota í uppbótartíma. Nuno var gríðarlega ánægður með sigurmarkið og fagnaði með liði sínu inn á vellinum.

Hann fær sömu refsingu og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fékk í desember síðastliðnum.

Klopp missti sig í gleðinni þegar Divock Origi skoraði sigurmarkið á 96. mínútu gegn Everton, en hann hljóp inn á völlinn og faðmaði markvörðinn Alisson.

Hinn 44 ára gamli Nuno viðurkenndi brot sitt og samþykkti refsinguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner