þri 22. janúar 2019 09:09
Magnús Már Einarsson
Dýrasti leikmaður Cardiff í flugvél sem er týnd
Emiliano Sala.
Emiliano Sala.
Mynd: Getty Images
Björgunaraðilar leita nú logandi ljósi að flugvél sem týndist í flugi frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í gærkvöldi. Um er að ræða litla flugvél sem hvarf af ratsjám um klukkan 20:30 í gærkvöldi.

Auk flugmanns var argentínski framherjinn Emiliano Sala um borð í flugvélinni. Lögreglan hefur staðfest þetta.

Sala varð um helgina dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff þegar félagið keypti hann frá Nantes á fimmtán milljónir punda.

Hinn 28 ára gamli Sala skrifaði undir hjá Cardiff á laugardaginn en fór síðan aftur til Nantes. Hann átti að mæta á sína fyrstu æfingu með Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff í dag.

Sala var þriðji markahæsti leikmaðurinn í Frakklandi áður en hann samdi við Cardif en hann var kominn með þrettán mörk í deild og bikar með Nantes á tímabilinu. Sala var liðsfélagi Kolbeins Sigórssonar hjá Nantes.

Fréttin hefur verið uppfærð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner