Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ranieri um Sala: Stórkostlegur karakter og baráttujaxl
Ranieri stýrði Nantes á síðustu leiktíð.
Ranieri stýrði Nantes á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Hinn 28 ára gamli Emilano Sala.
Hinn 28 ára gamli Emilano Sala.
Mynd: Nantes
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, ræddi við heimasíðu Lundúnafélagsins um argentíska sóknarmanninn Emiliano Sala í dag.

Ranieri vann með Sala hjá Nantes í Frakklandi á síðustu leiktíð. Sala var um borð í flugvél sem talin er hafa hrapað í Ermarsund í gærkvöld. Cardiff City felldi niður æfingu sína í dag en það átti að vera fyrsta æfing Sala með félaginu.

Sala er dýrasti leikmaður í sögu Cardiff, en hann skrifaði undir samning um síðustu helgi.

Það hefur staðið yfir leit að vélinni í dag en sú leit hefur engu skilað, leitað hefur verið á sjó og úr lofti. Sólin er nú sest og er áætlað að leit hefjist aftur við sólarupprás í fyrramálið. Útlitið er ekki gott.

„Fótboltaheimurinn er sameinaður í því að vonast eftir góðum fréttum," sagði Ranieri.

„Hann er frábær fótboltamaður sem gaf alltaf sitt besta þegar við unnum saman í Frakklandi."

„Eins og allir aðrir, þá var ég miður mín að heyra fréttirnar í morgun."

„Emiliano er stórkostlegur karakter. Ég þekki hann persónulega og veit að hann er baráttujaxl."

„Ég bið fyrir Emilano og fjölskyldu hans."

Fjölmargar kveðjur til Sala hafa verið birtar á samfélagsmiðlum.













Athugasemdir
banner
banner