Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. janúar 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sarri hélt sáttarfund með leikmönnum
Sarri var reiður eftir tapið gegn Arsenal.
Sarri var reiður eftir tapið gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri hélt 20 mínútna sáttarfund með leikmönnum á æfingasvæði Chelsea í gær til að hreinsa andrúmsloftið.

Sarri var allt annað en sáttur við framlag leikmanna sinna í 2-0 tapinu gegn Arsenal og sagði við fjölmiðla að það væri erfitt að „mótivera" þá.

„Þetta er spilamennskja sem ég get ekki samþykkt. Við virðumst eiga erfitt með að gíra upp í þessa leiki. Það er allt í góðu að tapa stundum, en ekki að tapa svona," sagði Sarri meðal annars.

Chelsea á deildabikarleik gegn Tottenham framundan og Sarri reyndi að leysa ágreining milli sín og leikmanna.

Sagt er að einhverjir innan leikmannahópsins séu undrandi á því að Eden Hazard sé látinn spila út úr stöðu á meðan Olivier Giroud sé geymdur á bekknum.

The Times segir að Sarri hafi þó enn stuðning í klefanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner