banner
   fös 22. mars 2019 23:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endurkomuleikur Messi fór ekki eftir plani
Mynd: Getty Images
Lionel Messi sneri aftur í argentíska landsliðið í kvöld. Hann tók sér hlé eftir að Argentína féll úr leik á HM á síðasta ári en var mættur aftur í liðið í kvöld.

Hann spilaði allan leikinn þegar Argentína tapaði 3-1 gegn Venesúela á heimavelli Atletico Madrid á Spáni.

Salomon Rondon, framherji Newcastle, kom Venesúela yfir á sjöttu mínútu. Undir lok fyrri hálfleiks kom Venesúela í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Lautaro Martinez minnkaði muninn fyrir Argentínu en þegar stundarfjórðungur var eftir skoraði Venesúela úr vítapsyrnu og þar við sat.

Lokatölur 3-1 fyrir Venesúela í endurkomuleik Messi með argentíska landsliðinu.

Argentína á að spila annan vináttulandsleik gegn Marokkó á þriðjudag. Ólíklegt þykir að Messi spili þar vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner