Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. mars 2021 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Arteta opinn fyrir því að taka við PSG í framtíðinni
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, segist opinn fyrir því að taka við Paris Saint-Germain í framtíðinni.

Arteta hefur stýrt Arsenal frá því í desember 2019 en á þeim tíma hefur honum tekist að vinna enska bikarinn og samfélagsskjöldinn.

Arsenal hefur ekki gengið vel á þessari leiktíð og situr liðið í 9. sæti deildarinnar með 42 stig, níu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Arteta var í viðtali við BeIN Sports þar sem hann ræddi um áhuga hans á að taka við PSG einn daginn en Arteta lék með liðinu á láni frá Barcelona tímabilið 2001-2002.

„Ég elska París. Ég á góðar minningar frá tíma mínum þarna og þetta var fyrsta félagið sem ég spilaði sem atvinnumaður. Þetta félag á stóran stað í hjarta mínu. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni en ég á enn eftir ókláruð verkefni hjá Arsenal," sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner