Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. mars 2021 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool og West Ham á eftir Ramsey
Aaron Ramsey gæti farið til Englands
Aaron Ramsey gæti farið til Englands
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og West Ham hafa áhuga á því að fá velska miðjumanninn Aaron Ramsey frá Juventus í sumar en CalcioMercato greinir frá.

Þessi þrítugi miðjumaður hefur aðeins byrjað tólf leiki fyrir Juventus í Seríu A á þessari leiktíð en hann kom til Juventus á frjálsri sölu frá Arsenal árið 2019.

Hann fór vel af stað með liðinu en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og eru þeir Arthur, Weston McKennie og Rodrigo Bentancur allir á undan honum í goggunarröðinni.

Samkvæmt Calciomercato þá hafa Liverpool og West Ham mikinn áhuga á að fá Ramsey í sumar.

Liverpool mun að öllum líkindum missa Gini Wijnaldum til Barcelona í sumar og er þörf á að fá leikmann í stað hans en Ramsey tikkar í öll boxin enda með mikla reynslu úr úrvalsdeildinni.

Juventus gæti þurft að losa sig við leikmenn í sumar eftir að félagið greindi frá 99 milljón punda tapi fyrir fyrri hlutann á þessu rekstrarári en talið er að Ramsey þéni 400 þúsund pund á viku hjá Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner