Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   mán 22. mars 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Mbappe sló met - Kominn með hundrað mörk
Kylian Mbappe sló met í frönsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði tvö mörk í 4-2 sigri á Lyon í gær.

Hinn 22 ára gamli Mbappe hefur þar með skorað hundrað mörk í frönsku úrvalsdeildinni.

Mbappe er yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora hundrað mörk í deildinni.

Mbappe bætti þar með met sem Herve Revelli setti með Saint Etienne árið 1969 en hann var 23 ára þegar hann fór yfir hundrað marka múrinn.
Athugasemdir
banner
banner